Verðtryggðir vextir lækka, óverðtryggðir hækka

Síðustu vikur hafa vextir breyst lítillega. Birta, LÍVE, LSR og Stapi lífeyrissjóður hafa allir lækkað breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Hins vegar hefur LÍVE hækkað óverðtryggða fastvexti um 0,24%, og nýlegar verðbólgutölur gefa til kynna að óverðtryggðir vextir muni hækka hjá fleirum.

Lesa grein

Borgar sig að skipta yfir í óverðtryggt?

Verðtryggð lán eru þau vinsælustu á Íslandi, enda bjóða þau upp á lægstu afborganirnar. En verðbólga getur farið illa með fjárhag þeirra sem taka slík lán. Skoðum hvort það borgi sig að skipta yfir í óverðtryggt miðað við aðstæður í dag.

Lesa grein

Vinsælustu húsnæðislánin: tegundir og veitendur

Herborg.is hefur nú fengið 50 þúsund heimsóknir frá opnun í september. Með því að skoða hegðun gesta í þessum heimsóknum má sjá hvaða tegundir lána og lánveitendur njóta mestra vinsælda. Það gefur vísbendingu um mikilvægustu þættina þegar kemur að því að velja húsnæðislán.

Lesa grein

Fjórir lækka vexti á nýju ári

Eftir áramótin hafa fjórir lánveitendur lækkað vexti á lánum sínum: Almenni, Gildi, LÍVE og LSR. Allir lækkuðu breytilega vexti á verðtryggðum lánum, en auk þess lækkaði almenni breytilega vexti á óverðtryggðum lánum, og Gildi lækkaði bæði fasta vexti af verðtryggðum lánum og breytilega vexti af óverðtryggðum lánum.

Lesa grein

Nýtir þú skattfrjálsar afborganir af húsnæðisláninu?

Nú þegar árið er að klárast er góður tímapunktur til að fara yfir persónulegu fjármálin. Þegar kemur að húsnæðisláninu er hægt að spara hraðar með því að nýta sér skattaafslátt sem stjórnvöld bjóða upp á. Þessi afsláttur var hluti af Leiðréttingunni og er í formi úrræðis sem kallast skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar.

Lesa grein

Litlar breytingar á vöxtum

Síðustu vikur hafa vextir lítið breyst. Seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í byrjun desember, en ákvarðanir bankans veita sterka vísbendingu um þróun á húsnæðislánum í kjölfarið.

Lesa grein

Fasteignakaup: þetta þarftu að vita

Fyrir flesta eru fasteignakaup mikilvægasta fjárfesting lífsins. Hagstæð kaup á góðri eign skila ávinningi í áratugi á meðan mistök í kaupferlinu geta kostað margar milljónir þegar uppi er staðið. Það er því sjaldan jafn mikilvægt að vanda vel til verka. Hér eru þau atriði sem skipta mestu máli þegar fasteign er keypt.

Lesa grein

Brú breikkar bilið

Brú lífeyrissjóður greindi frá því í síðustu viku að óverðtryggð lán með föstum vöxtum til þriggja ára muni lækka úr 5,76% niður í 5,53% frá og með 1. janúar næstkomandi. Með breytingunni breikkar Brú bilið á milli sín og næsta lánveitanda þegar kemur að vaxtakjörum.

Lesa grein

Vextir á hreyfingu

Fjórir lánveitendur hafa breytt vöxtum á verðtryggðum lánum með breytilega vexti á síðasta hálfa mánuðinum. Birta og Frjálsi lækkuðu vexti um 0,32%, LÍVE lækkaði um 0,03% og Almenni hækkaði um 0,06%. Þá hafa bankarnir allir lækkað vexti nokkuð á óverðtryggðum lánum á síðustu viku í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti.

Lesa grein

Munu óverðtryggðir vextir hækka eða lækka?

Óverðtryggð fastvaxtalán eru mest skoðuðu lánin á Herborgu frá því að síðan opnaði. Þegar slík lán eru tekin skiptir tímasetningin miklu máli. Ef vextir lækka eftir að slíkt lán er tekið getur það reynst kostnaðarsamt. En ef vextir hækka er lánið strax þeim mun hagstæðara. En hvort er líklegra að gerist á næstunni? Munu vextir hækka, lækka, eða standa í stað?

Lesa grein

Almenni lækkar vexti á öllum lánum

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins ákvað í gær að lækka vexti á öllum þremur tegundum húsnæðislána sem eru í boði. Sjóðurinn er nú meðal þeirra lánveitenda sem veita bestu kjörin þegar kemur að verðtryggðum lánum.

Lesa grein

LÍVE hækkar vexti

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LÍVE eða LV) hækkaði vexti á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum lánum í síðustu viku. Breytilegir verðtryggðir vextir hækkuðu úr 2,83% upp í 2,89% og fastir óverðtryggðri vextir til þriggja ára hækkuðu úr 5,72% upp í 6,09%.

Lesa grein

Jafnar greiðslur eða jafnar afborganir?

Nær allir lánveitendur bjóða upp á tvo valmöguleika þegar kemur að því að greiða af nýju íbúðarláni: jafnar greiðslur eða jafnar afborganir. Þessir tveir valmöguleikar eru oft settir fram sem jafngildir. Í reynd henta þeir mjög misjafnlega fyrir þá sem taka lán.

Lesa grein

LSR lækkar vexti í 2,77%

Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) lækkaði í dag breytilega vexti á verðtryggðum húsnæðislánum niður í 2,77%. Sjóðurinn býður nú lægstu vextina af öllum þegar kemur að þessari tegund húsnæðislána. Fyrir breytinguna var Lífeyrissjóður verslunarmanna (LÍVE) með lægstu vextina, sem eru 2,83%, en hann er nú kominn í annað sætið.

Lesa grein