LÍVE hækkar vexti

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LÍVE eða LV) hækkaði vexti á bæði verðtryggðum og óverðtryggðum lánum í síðustu viku. Breytilegir verðtryggðir vextir hækkuðu úr 2,83% upp í 2,89% og fastir óverðtryggðri vextir til þriggja ára hækkuðu úr 5,72% upp í 6,09%.

Eftir að Frjálsi lokaði á lánveitingar til að endurfjármagna húsnæðislán frá öðrum lánveitendum í þarsíðustu viku var LÍVE hagstæðasti valkosturinn til að endurfjármagna lánið sitt yfir í óverðtryggt fastvaxtalán. Sú staða varði hins vegar ekki lengi, því eftir þessa breytingu er Brú lífeyrissjóður núna hagkvæmasti valkosturinn til þess. Brú býður 5,76% óverðtryggða vexti fasta til þriggja ára. Sjóðurinn mun endurskoða þessa vexti þann 1. janúar næstkomandi.