LSR lækkar vexti í 2,77%

Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) lækkaði í dag breytilega vexti á verðtryggðum húsnæðislánum niður í 2,77%. Sjóðurinn býður nú lægstu vextina af öllum þegar kemur að þessari tegund húsnæðislána. Fyrir breytinguna var Lífeyrissjóður verslunarmanna (LÍVE) með lægstu vextina, sem eru 2,83%, en hann er nú kominn í annað sætið.

Ekki allir geta nýtt sér þessa breytingu og tekið lán hjá LSR. Til að eiga rétt á láni úr sjóðnum þarf viðkomandi annað hvort að vera opinber starfsmaður, eða hafa greitt í sjóðinn áður, sem einungis opinberir starfsmenn geta gert.

Bestu kjör sem í boði eru fyrir aðra eru því enn hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Skilyrði fyrir lántöku þar eru afar mild: nóg er að greiða einu sinni í sjóðinn, sem er öllum opinn, og strax í kjölfarið er hægt að taka lán.