Almenni og Frjálsi lækka verðtryggða vexti

Á síðustu vikum hafa Almenni og Frjálsi lífeyrissjóðirnir lækkað breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Almenni lækkaði úr 2,74% niður í 2,67%, og Frjálsi lækkaði úr 3,00% niður í 2,72%.

Eftir breytinguna eru nú fimm lífeyrissjóðir með verðtryggða breytilega vexti í kringum 2,7%:

  • Almenni með 2,67%
  • LÍVE með 2,67%
  • LSR með 2,69%
  • Frjálsi með 2,72%
  • Birta með 2,73%

Af þessum fimm lána LÍVE og Birta flestum, en báðir lánveitendur setja einungis skilyrði um að lántaki greiði einu sinni í lífeyrissjóðinn. Hinir þrír setja strangari skilyrði: Almenni setur skilyrði um greiðslur síðustu þrjá mánuði af skyldulífeyri eða tvö ár af viðbótarlífeyri, LSR er eingungis fyrir núverandi eða fyrrverandi opinbera starfsmenn, og Frjálsi lánar ekki þeim sem eru að endurfjármagna lán frá öðrum.